Verð hlutabréfa í finnska tæknifyrirtækinu Nokia hefur hækkað um 45% í kauphöllinni í Helsinki í morgun eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði selt farsímadeild sína til Microsoft.
Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft keypti farsímahluta Nokia á 5,44 milljarða evra, sem svarar til 865 milljarða íslenskra króna.
Verð hlutabréfa í Nokia er nú 4,3 evrur á hlut.