Lausafjáreignir Landsbankans í gjaldeyri námu 145 milljörðum í lok júní og hafa meira en tvöfaldast á aðeins einu ári. Á öðrum fjórðungi jukust þær um 25 milljarða.
Fjallað er um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun, en þar segja greinendur á markaði, að þessi mikla gjaldeyrissöfnun Landsbankans, sem kemur til af nauðsyn vegna 300 milljarða skuldar í erlendri mynt við kröfuhafa gamla Landsbankans, ráði hvað mestu um að gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert styrkst síðustu mánuði.