Heildarkröfur í bú Sparisjóðsins í Keflavík námu 36,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu, en engar eignir fundust upp í skuldir. Skiptunum var lokið 2. september, en Sparisjóðurinn var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 1. nóvember 2010.
Ríkið þurfti að taka á sig 19,2 milljarða kostnað vegna Sparisjóðsins og samruna hans við Landsbankans. Það var meðal annars vegna ofmats sjóðsins á kröfum á hendur 400 stærstu skuldurum sjóðsins.