Flestar hlutabréfavísitölur hækkuðu í Asíu í dag í kjölfar samkomulags Bandaríkjamanna og Rússa varðandi efnavopn í Sýrlandi.
Eins hafði tilkynning Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra, um að hann myndi ekki sækjast eftir því að taka við af Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, áhrif á markaði.
Hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,47%, Seúl um 0,96% og í Sydney í Ástralíu hækkaði vísitalan um 0,54%.
Kauphallirnar í Tókýó og Kuala Lumpur voru lokaðar í dag vegna frídags.