Áfram hömlur á fjárfestingar lífeyrisjóðanna

Lífeyissjóðunum hefur verið bannað að fjárfesta erlendis frá hruninu haustið …
Lífeyissjóðunum hefur verið bannað að fjárfesta erlendis frá hruninu haustið 2008.

Til skoðunar er að setja tímabundnar hömlur á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna með varúðarreglum eftir að höftum hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta.

Erlendar eignir lífeyrissjóða, sem eru stærstu fjárfestar á Íslandi, nema u.þ.b. 23% af heildareignum sjóðanna. Fjárfesting þeirra erlendis þyrfti að aukast um 10% af landsframleiðslu eigi þær að ná sama hlutfalli og fyrir bankahrun. Í greinargerðinni segir að þess beri að geta að erlendar fjárfestingar voru um 15% af heildareignum sjóðanna fyrir áratug. Lögbundið þak á gjaldeyrisáhættu lífeyrissjóðanna nemur nú 50% af heildareignasöfnum þeirra. „Til skoðunar er að setja tímabundnar hömlur á erlendar fjárfestingar sjóðanna með varúðarreglum eftir að höftum hefur verið aflétt. Slíkar reglur draga hins vegar úr áhættudreifingu sjóðanna, segir í greinargerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK