Færri heimili í vanskilum

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Golli

Heimilum sem eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð hefur fækkað um 10% það sem af er ári eða um 420 heimili.

Í lok ágúst nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,7 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 81,5 milljarðar króna eða um 12,43% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,45% lækkun frá fyrri mánuði.

Tæplega 4.300 heimili í vanskilum

Heimili í vanskilum eru 4.291 og þar af eru 638 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru 8,59% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok ágúst 2013.

Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 4,1 milljarði króna og nam undirliggjandi lánavirði 31,7 milljörðum króna. Tengjast því vanskil 21,33% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,38% hækkun frá fyrri mánuði. Vanskil eða frystingar ná samtals til 14,08% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í ágúst 2012 nam 15,56%.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í ágúst 2013 námu 1,1 milljarði króna, en þar af voru 900 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í ágúst 2012 um 1,4 milljörðum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var um 11 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK