Ríkisstjórnin ætlar að bíða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. AFP

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við Bloom­berg-frétta­stof­una að rík­is­stjórn­in sé ekki fara að semja við kröfu­hafa ís­lensku bank­anna held­ur sé stefn­an að bíða enn um sinn.

Hann seg­ir að kröfu­haf­ar föllnu bank­anna séu helsta hindr­un í vegi þess að hægt verði að aflétta gjald­eyr­is­höft­un­um hér á landi. 

Sig­mund­ur seg­ir í viðtal­inu, sem var tekið í Lund­ún­um í dag, að miðað við nú­ver­andi stöðu verði hægt að aflétta höft­un­um í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð. „Það bygg­ir að sjálf­sögðu á því að þeir sem eiga fjár­muni sem eru læst­ir inni gjald­eyr­is­höft­um séu reiðubún­ir að aðstoða okk­ur,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann.

Eign­ir er­lendra kröfu­hafa nema um 8 millj­örðum dala hér á landi, en féð hef­ur verið læst inni í gjald­eyr­is­höft­um und­an­far­in ár.

Sig­mund­ur seg­ist vilja sjá kröfu­hafa sem eiga 3,8 millj­arða í krónu­eign­um hér á landi af­skrifa hluta skuld­ar­inn­ar til að létta á stöðu gjald­miðils­ins þegar aðgerðir til að aflétta gjald­eyr­is­höft­un­um hefjast. Sig­mund­ur vildi ekki nefna neina tölu í þeim efn­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK