Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir ríkið verða að nýta þá fjármuni sem losna við sölu á eignarhlutum þess í íslensku viðskiptabönkunum til þess að draga úr skuldum og greiða upp íþyngjandi lán.
„Ég sé fyrir mér að sala á eignarhlutum muni fyrst og fremst gagnast til að bæta skuldastöðuna og um leið lækka vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Þá leggur hann áherslu á að á næstu árum verði fundnar leiðir til þess að afnema ábyrgðaryfirlýsingu ríkisins vegna innistæðna í íslenskum bönkum.
Á morgunfundi Landsbankans í Hörpu í gær er bar yfirskriftina „Eru íslensk fjármálafyrirtæki spennandi fjárfestingarkostur?“ sagði Bjarni styttast mjög í að fjármálafyrirtækin verði það.