Skiptum á félaginu L-Investments, sem var í eigu færeyska fjárfestisins Jákups á Dul Jacobsen, sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa stofnað Rúmfatalagerinn, í þessum mánuði og náum heildarkröfur í búið 31,1 milljarði króna. Aðeins fengust um 3 milljónir upp í kröfur, eða um 0,0095%. Þetta kemur fram í lögbirtingablaðinu í dag.
Félagið var stofnað árið 1995 sem Lagerinn hf, en breytti árið eftir yfir í nafnið Lagerinn ehf. Árið 2010 var nafni félagsins svo breytt í L-Investments ehf., en ársreikningum hefur ekki verið skilað fyrir félagið síðan 2005.
Lagerinn átti og rak Rúmfatalagersverslanirnar hér á landi, auk 40 JYSK verslana í Kanada, Eystrasaltslöndunum, Búlgaríu, Rúmeníu og Færeyjum. Þá átti félagið verslanirnar The Pier á Íslandi, Bretlandi og Lettlandi og ILVU verslanir á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.