Undirbúa sölu á Arion-banka

mbl.is/Ómar

Skilanefnd Kaupþings hefur hafið vinnu við það að selja Arion-banka. Unnið er að ráðningu utanaðkomandi ráðgjafa og áhugasamir fjárfestar hafa þegar haft samband og sýnt Arion áhuga, að því er fram kemur á vef Bloomberg.

Haft er eftir Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, lögmanni sem á sæti í skilanefndinni, að ákvörðunin hafi verið tekin nýverið og undirbúningsvinnan sé hafin. 

Hann bætir því við að áhugasamir fjárfestar hafi þegar sett sig í samband við skilanefndina. Það sé því ljóst að menn sýni eigninni áhuga.

Jóhannes tekur hins vegar fram í viðtalinu, sem var tekið í Lundúnum að skilanefnd Kaupþings hafi ekki enn hafið formlegt söluferli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK