Afskriftir ekki í þágu þrotabúanna

Slitastjórn Kaupþings mun ekki leggja það til við kröfuhafa bankans að þeir afskrifi krónueignir sínar að neinu leyti, eins og krafist hefur verið af stjórnvöldum svo hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttastofunnar.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, segir að slitastjórnin sé bundin af lögum um að reyna að hámarka virði eigna Kaupþings. Þess vegna sé það mjög erfitt eða ómögulegt að sjá að slitastjórnin geti lagt slíkt til ef hún á að fara eftir þeim lögum sem nefndin starfar eftir.

Erlendir kröfuhafar eiga um 8 milljarða Bandaríkjadala, 970 milljarða króna, fasta í krónueignum en stjórnvöld reyna nú að leita leiða hvernig hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að til áhlaups komi á gjaldeyrismarkaði.

Samkvæmt frétt Bloomberg hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagt að hann vilji afskrifa 3,8 milljarða Bandaríkjadala, rúma 460 milljarða króna, af kröfum kröfuhafa viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, svo hægt verði að draga úr gjaldeyrishöftunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka