Í dag var gefinn út fyrsti nýi seðillinn í 18 ár, en síðast kom 2000 krónu seðill út árið 1995. Már Guðmundsson segir að ekki séu uppi áform um útgáfu á verðmætari seðli á næstunni. Hann segir mun nærtækara að horft verði til minni seðla í næstu útgáfu.
Nýju seðlarnir koma í 80 stórum trékössum til landsins, en í hverjum og einum kassa eru 50 þúsund seðlar, eða samtals 500 milljónir. Samtals verða því til að byrja með 4 milljón 10.000 krónu seðlar í umferð hér á landi.