Samdráttarskeiði að ljúka á Spáni

AFP

Efna­hags­líf Spán­ar er að rétta úr kútn­um og tveggja ára sam­drátt­ar­tíma­bili er að ljúka, sam­kvæmt nýrri skýrslu frá Seðlabanka Spán­ar.

Þar kem­ur fram að að lít­ils­hátt­ar hag­vöxt­ur muni vænt­an­lega mæl­ast í land­inu á þriðja árs­fjórðungi og dregið hef­ur úr at­vinnu­leysi það sem af er ári.

Mest fór at­vinnu­leysið í 26,26% en allt árið hef­ur ný­skrán­ing­um farið fækk­andi. Þessu fylg­ir auk­in bjart­sýni meðal neyt­enda og stjórn­enda fyr­ir­tækja.

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Mariano Rajoy, greindi frá því fyrr í vik­unni að rík­is­stjórn­in myndi breyta hag­vaxt­ar­spá sinni fyr­ir næsta ár. Áður hafði því verið spáð að hag­vöxt­ur­inn yrði 0,5% á næsta ári en nú er spáð 0,7% hag­vexti.

Í sam­tali við Wall Street Journal seg­ist Rajoy eiga von á því að hag­vöxt­ur­inn verði á bil­inu 0,1-0,2% á þriðja árs­fjórðungi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK