500 milljarða fjárfesting í Eþíópíu

Frá Eþíópíu.
Frá Eþíópíu. AFP

Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti í dag um samkomulag við fyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) um að byggja og reka allt að 1.000 MW jarðvarmaorkuver í tveimur 500 MW áföngum. Áætluð fjárfesting verkefnisins er um 500 milljarðar íslenskra króna. RG, sem er íslenskt-bandarískt fyrirtæki á sviði jarðvarmanýtingar, hefur sl. tvö ár unnið að orkusölusamningi við Landsvirkjun Eþíópíu (EEPCO) og ýmis þarlend ráðuneyti.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Fyrsta 500 MW virkjunin verður reist á háhitasvæði Corbetti öskjunnar í Suður-Eþíópíu. Corbetti er virk eldstöð með öskjumyndun svipaða og víða á Íslandi. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið ítarlega telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku. Fyrstu 10 MW raforkuvinnslurnar verða framleiddar 2015 og 100 MW ári síðar. Áætlað er að 500 MW jarðorkuver verði komið í fullan rekstur 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK