Kaupþing ekki séð neinar kröfur frá Seðlabankanum

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Í morgun hafði Bloomberg fréttaveitan eftir Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, að bankinn myndi ekki samþykkja nauðasamninga yfir föllnu bönkunum í núverandi mynd og að þeim hafi verið gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla þurfi svo að bankinn samþykki undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Í samtali við mbl.is segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitanefnd Kaupþings, að Seðlabankinn hafi ekki sett fram neinar kröfur, allavega ekki gagnvart Kaupþingi.

Morgunblaðið sagði í morgun frá dómi Hæstaréttar um að slitastjórnum beri engin skylda til að greiða kröfuhöfum í gjaldeyri. Aðspurður um hvort dómurinn myndi einhverju breyta um afstöðu slitastjórnarinnar um hvernig nálgast yrði mögulega nauðasamninga sagði Jóhannes að hann gæti ekkert sagt til um það og að málið hefði ekki verið rætt innan slitastjórnarinnar.

Jóhannes sagði slitastjórnin væri tilbúin til að eiga viðræður um lausn mögulegra vandamála sem leiða kunna af hugsanlegum nauðasamningi. „Það er ljóst og hefur alltaf verið,“ segir Jóhannes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK