Landsbanki Íslands yrði gjaldþrota ef bankinn væri þvingaður til að standa við stífa áætlun um endurgreiðslur erlenda skulda frá og með byrjun næsta árs. Þetta segir í frétt í breska blaðsins Guardian í dag þar sem fjallað er með fund með kröfuhöfum Landsbankans.
Fundurinn var haldinn í London, en hann sátu fulltrúa Landsbankans og slitastjórnar LBI (gamla Landsbankans) og helstu forgangskröfuhafa. Fundinn sátu einnig fulltrúar frá Seðlabanka.
Fundurinn var haldinn eftir að bankastjóri Landsbankans fór þess á leit í bréfi til LBI í sumar að viðræður yrðu hafnar um að endursemja um 300 milljarða erlenda skuld bankans.
Í frétt Guardian segir að fram hafi komið á fundinum að Landsbankinn færi í þrot ef hann væri látinn standa við fyrri áætlun um endurgreiðslur erlendra skulda. Í fréttinni segir einnig að fulltrúi Seðlabankans hafi á fundinum lýst yfir stuðningi við ósk Landsbankans um að endursamið yrði um skuldina. Endurgreiðslurnar væru of stífar og of þungar fyrir efnahag landsins.
Guardian segir að staðan í þessu máli sé mjög viðkvæm. Haft er eftir einum sem tengist körfuhöfunum að hann byggist ekki við að Íslendingar fengju mjög hlýjar viðtökur við óskum sínum.
Í fréttinni er fjallað um Icesave-deiluna og dóm EFTA-dómstólsins sé féllst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda. Þá er vikið að áformum stjórnvalda um skuldaleiðréttingar heimilanna og að stjórnvöld áformi að fjármagna þessar leiðréttingar á kostnað erlendra kröfuhafa.