Vill læra af Íslendingum

Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), Angel Gurría,
Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), Angel Gurría, AFP

Fram­kvæmda­stjóri Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD), Ang­el Gur­ría, vill læra af ár­angri og mis­tök­um Íslend­inga á sviði sam­keppnis­eft­ir­lits. Stofn­un­in myndi styðja sterk­ari sam­keppn­is­lög­gjöf hér á landi.

 Þetta var á meðal þess sem kom fram í er­indi hans á ráðstefnu sem Sam­keppnis­eft­ir­litið boðaði til í til­efni þess að 20 ár eru liðin frá því að ís­lensku sam­keppn­is­lög­in tóku gildi.

Gur­ría sagði jafn­framt að skort­ur á reglu­verki hafi leitt til fjár­mála­hruns­ins sem skall á heims­byggðina haustið 2008. Krepp­an stæði enn yfir og ekki sæi fyr­ir end­ann á henni.

Hann benti á að sam­keppn­is­lög væru í raun inn­an­rík­is­mál en auk­in viðskipti á alþjóðavett­vangi hafi kallað á aukna sam­vinnu. Fyr­ir­tæki starfi í mörg­um lönd­um og eigi ekki að kom­ast upp með slæma viðskipta­hætti í einu landi sam­tím­is og þeim sé refsað ann­ars staðar.

Mik­il­vægt að lækka tolla 

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði áherslu á að inn­leiða sam­keppni í frek­ari mæli í heil­brigðis- og mennta­mál­um í ræðu sinni. Slíkt yrði mjög til hags­bóta, en nær­tækt sé að líta til Norður­land­anna, sér í lagi Svíþjóðar, og leita fyr­ir­mynda þar. Þá benti hún á mik­il­vægi þess að toll­ar yrðu lækkaðir á inn­flutt­ar vör­ur.

 Hafa áhyggj­ur af ógagn­sæju eign­ar­haldi

Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, sagði að sú staða sem at­vinnu­lífið væri í, það er lít­il arðsemi og fram­leiðni, kallaði á sér­staka ár­vekni. Sú hætta sé fyr­ir hendi að ástandið leiði til meiri aðgangs­hindr­ana fyr­ir nýja aðila, inn­lenda sem er­lenda, und­ir því yf­ir­skyni að vernda þurfi fyr­ir­liggj­andi fé­lög. Slík stefna leiði til minni sam­keppni sem loks leiði til minni fram­leiðni og lak­ari lífs­kjara.

Fram kem­ur í nýrri skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, sem Páll Gunn­ar kynnti á ráðstefn­unni, að eft­ir­litið hafi áhyggj­ur áf ógagn­sæju eign­ar­haldi líf­eyr­is­sjóða, banka og ein­stak­linga í gegn­um sjóði, sér í lagi sam­eig­in­legu eign­ar­haldi fag­fjár­festa í tveim­ur eða fleiri keppi­naut­um á sama markaði, en hlut­ur líf­eyr­is­sjóða í eign­ar­haldi fyr­ir­tækja hef­ur vaxið mikið frá hruni.

„Skuld­ir stærri fyr­ir­tækja við banka hafa minnkað veru­lega með niður­færslu skulda, geng­islána­dóm­um og upp­greiðslum. Samt sem áður er arðsemi fyr­ir­tækja lág, einkum í inn­lenda þjón­ustu­geir­an­um og vís­bend­ing­ar eru um að end­ur­skipu­lagn­ingu sé ekki lokið. Stöðnun rík­ir í at­vinnu­líf­inu og fjár­fest­ing­ar eru ekki um­fram af­skrift­ir. Þessi staða minn­ir á þá stöðnun sem ríkti í Jap­an eft­ir krepp­una 1990 og nefnd hef­ur verið „týndi ára­tug­ur­inn,“ seg­ir enn­frem­ur í skýrsl­unni.    

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK