Vöruskiptajöfnuðurinn lakari í ár

Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum er að hluta …
Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum er að hluta til vegna verðlækkana á afurðaverði. mbl.is/Rax

Fyrstu átta mánuðina voru fluttar út vörur fyrir 393,8 milljarða króna en inn fyrir 362,6 milljarða króna.  Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 31,1 milljarði króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 40,2 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  9,1 milljarði króna lakari en á sama tíma árið áður.  

Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 44,1 milljarð króna og inn fyrir 41,2 milljarða króna fob (44,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,9 milljarða króna. Í ágúst 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 13,8 þúsund milljónir króna á gengi hvors árs, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Minna fæst fyrir iðnaðarvörur og sjávarafurðir á erlendum mörkuðum

Fyrstu átta mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruútflutnings 20,7 milljörðum eða 5% minna á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,1% alls útflutnings og var útflutningur þeirra 6,9% minni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,3% minna en á sama tíma árið áður. Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum er að hluta til vegna verðlækkana á afurðaverði.

Fyrstu átta mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruinnflutnings 11,6 milljörðum eða 3,1% minna á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður, aðallega vegna minni innflutnings á skipum og flugvélum. Einnig minnkaði innflutningur á eldsneyti en á móti kom aukinn innflutningur fjárfestingavara, hrávara og rekstrarvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK