Gefa út grænt kort um Ísland

Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is afhenti Ragnheiði Elínu Árnadóttur atvinnu- og …
Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is afhenti Ragnheiði Elínu Árnadóttur atvinnu- og nýsköpunarráðherra, ráðherra ferðamála, fyrsta kortið.

Fyrirtækið Náttúran.is hefur gefið út Grænt kort í prentútgáfu en kortið er afrakstur áralangrar vinnu við rannsóknir og gagnasöfnun umstofnanir, félög, verkefni, þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem og náttúrfyrirbæri sem falla undir flokkunarkerfi Green Map System. Kerfið byggir á myndtáknum og viðmiðum sem gilda á heimsvísu en græn kort hafa verið þróuð í yfir 60 löndum. 

Á íslenska kortinu eru um 1200 aðilar og fyrirbæri í 77 flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Önnur hlið kortsins sýnir allt Ísland en hin Reykjavík og nágrenni. Kortið er bæði á íslensku og ensku. 

Segir í tilkynningunni að eitt mikilvægasta verkefni dagsins í dag hljóti að vera að undirbúa komu erlendra ferðamanna með það í huga að beina þeim inn á grænni brautir í heimsókn sinni og tryggja öryggi þeirra. Ágangur ferðamanna á viðkvæm svæði er nú þegar stórt vandamál sem að allir verða að taka á áður en að það verður óyfirstíganlegt. Segir fyrirtækið að markmið þess sé að gera bæði erlenda ferðamenn íslendinga meðvitaðri um; viðkæmi ósnortins lands, umgengni og val á áfangastöðum og val á þjónustufyrirtækjum og vöruframboði í takt við náttúruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK