Minnkar um 20 milljarða

Álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Samanlagður hagnaður íslensku álveranna nam 7,4 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um tæplega 20 milljarða króna frá árinu 2011 þegar álverin skiluðu samtals 27 milljarða króna hagnaði.

Hagnaður Alcoa-Fjarðaáls var ríflega fjórir milljarðar króna á síðasta ári. Það er umtalsverð lækkun frá fyrra ári þegar álverið hagnaðist um nærri 12 milljarða króna. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir að fyrirtækið sé „sátt“ við stöðu sína en muni bregðast við núverandi aðstæðum á álmörkuðum með lækkun kostnaðar og hagræðingu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um afkomu álveranna í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Versnandi rekstrarafkoma álfyrirtækjanna endurspeglar þá staðreynd að álverð hefur verið undir þrýstingi síðustu ár vegna offramleiðslu og mikilla uppsafnaðra álbirgða. Á síðustu fjórum árum hefur álverð lækkað um meira en 30% og hefur ekki verið lægra í fjögur ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK