Airbus þegar náð takmarki ársins

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus náði takmarki ársins 2013 á fyrstu níu mánuðunum þegar pantanir á flugvélum fóru yfir eitt þúsund talsins. Áður hafði Airbus tvívegis endurskoðað áætlun sína á árinu. Einn framkvæmdastjóra Airbus, John Leahy, sagði í dag að áætlunin verði ekki endurskoðuð á ný.

Leahy tjáði sig um málið stuttu eftir að tilkynnt var um samning Airbus við Japan Airlines um kaup á 31 flugvél, en samningurinn hljóðar upp á 9,5 milljarða bandaríkjadala. „Við erum með innanbúðamarkmið sem hljóðar upp á 1.200 vélar en við getum ábyggilega gert töluvert betur en það,“ sagði Leahy en það er móðurfyrirtækið, EADS, sem gerði áætlunina um pantanir á eitt þúsund vélum. Leahy áréttaði að ekkert formlegt nýtt takmark verði sett.

Í lok september höfðu 1.062 flugvélar verið pantaðar hjá Airbus en fyrirtækið afhenti 445 flugvélar á sama tíma. Heildarpantanir eru vel á sjötta þúsund og er talið að um átta ár muni taka að afgreiða þær allar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK