Félag Vefpressunnar í þrot

Björn Ingi Hrafnsson er aðaleigandi Vefpressunnar, sem var eigandi Verksmiðjunnar …
Björn Ingi Hrafnsson er aðaleigandi Vefpressunnar, sem var eigandi Verksmiðjunnar Norðurpólsins

Verksmiðjan Norðurpóllinn ehf., sem var félag í eigu Vefpressunnar og var áður skráður eigandi bleikt.is var tekið til gjaldþrotaskipta í mars á þessu ári. Skiptum á búinu er nú lokið og voru lýstar kröfur í búið 5,4 milljónir. Engar eignir fundust í búinu.

Í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að eigið fé félagsins hafi verið neikvætt um 30 milljónir. Engu að síður var félagið metið á 20 milljónir í bókum Vefpressunnar, sem var 100% eigandi félagsins. Tap ársins 2011 var rúmlega 20 milljónir, en ársreikningi fyrir árið 2012 var ekki skilað. Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd var Verksmiðjan Norðurpóllinn 0,8% eigandi í Vefpressunni, en félagið á og rekur miðlana Pressan.is og Eyjan.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK