Hagfræði á matseðli fjölskyldunnar

00:00
00:00

Janet Yell­en sem Barack Obama Banda­ríkja­for­seti mun síðar í dag til­nefna sem næsta seðlabanka­stjóra lands­ins, er lík­leg til að fylgja þeirri braut sem Ben Bernan­ke, for­veri henn­ar, hef­ur lagt upp með.

Yell­en er sagður frjáls­lynd­ur hag­fræðing­ur og í hópi þeirra sem vilja ein­beita sér að því að örva hag­kerfið og hef­ur, að minnsta kosti enn um sinn, ekki áhyggj­ur af vofu ódýrs fjár­magns sem myndi ýta und­ir stjórn­lausa verðbólgu.

Mánuðum sam­an hef­ur fólk velt því fyr­ir sér hver verði arftaki Bernan­ke. Í kvöld kl. 19 að ís­lensk­um tíma herma frétt­ir að Obama muni til­nefna Yell­en og verður það gert frá Hvíta hús­inu.

Obama hef­ur þar með valið Yell­en fram yfir Larry Sum­mers, sem flest­ir höfðu veðjað á að væri efst­ur á óskalista for­set­ans. Sá er fyrr­ver­andi ráðgjafi Hvíta húss­ins á þing­inu og því hugs­an­legt að Obama hafi talið hann of um­deild­an, nú þegar fjár­lög rík­is­ins eru í miklu upp­námi. Hann hafði reynd­ar beðist und­an því að verða út­nefnd­ur þar sem hann taldi sjálf­ur að hann yrði of um­deild­ur.

En talið er að Yell­en verði einnig um­deild meðal þing­manna, sér­stak­lega þeirra íhald­söm­ustu sem telja að seðlabank­inn hafi farið of frjáls­lega með fé og telja að Yell­en haldi áfram á þeirri braut.

Áhrifa­mesta fjár­mála­stofn­un heims

Yell­en er 67 ára og verður fyrsta kon­an til að leiða seðlabanka Banda­ríkj­anna, áhrifa­mestu fjár­mála­stofn­un heims.

Hún hef­ur í fleiri ár unnið hjá bank­an­um. Hún hóf starfs­fer­il sinn þar á tí­unda ára­tugn­um sem hag­fræðing­ur. Á ár­un­um 2004-2010 var hún yf­ir­maður bank­ans í San Francisco.

Síðan þá hef­ur hún starfað sem ráðgjafi Bernan­ke nú­ver­andi seðlabanka­stjóra og setið í ýms­um nefnd­um bank­ans.

Hún er gift Nó­bels­verðlauna­hag­fræðingn­um Geor­ge Aker­lof og móðir hag­fræðipró­fess­ors­ins  Robert Aker­lof. Hún fædd­ist í New York og nam hag­fræði við Brown-há­skól­ann. Þaðan tók hún doktors­próf sitt.

Yell­en var pró­fess­or við Har­vard-há­skóla og síðar við Berkeley-há­skól­ann í Kali­forn­íu. Eig­inmaður henn­ar starfar við þann há­skóla að kennslu og rann­sókn­um.

Vinn­an og fjöl­skyld­an

„Sann­leik­ur­inn er sá,“ sagði hún eitt sinn í viðtali um fjöl­skyldu sína, „að ef þú eydd­ir kvöldi með okk­ur fjöl­skyld­unni þá mynd­ir þú heyra að við ræðum mikið um hag­fræði við kvöld­verðar­borðið. Þú mynd­ir fá stærri skammt af umræðum um hag­fræði og stjórn­sýslu en flest­ir telja lystauk­andi.“

Yell­en hef­ur verið í innsta hring valda­manna Demó­krata allt frá tí­unda ára­tugn­um. Árið 1994 valdi Bill Cl­int­on, þáver­andi for­seti, hana í stjórn seðlabank­ans og út­nefndi hana hag­fræðiráðgjafa sinn á ár­un­um 1997-1999.

Sá ekki hrunið fyr­ir

Er hún var gerð að helsta aðstoðar­manni Bernan­ke árið 2010 sætti hún harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa ekki séð efna­hags­hrunið fyr­ir. Er krepp­an skall á var hún æðsti stjórn­andi bank­ans í San Francisco en það svæði varð sér­stak­lega illa úti í hrun­inu. Ríki sem til­heyrðu henn­ar svæði, s.s. Kali­forn­ía, Nevada og Arizona, urðu fyr­ir miklu fjár­hags­legu áfalli vegna fast­eigna­ból­unn­ar.

Árið 2007 varaði Yell­en þó við mögu­legri kreppu, en hún viður­kenndi fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd þings­ins árið 2010 að hafa ekki áttað sig á hversu slæmt ástandið gæti orðið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yell­en hef­ur verið orðuð við seðlabanka­stól­inn. Árið 2009, er fyrsta tíma­bil Bernan­ke var að renna út, kom nafn henn­ar oft upp í umræðunni um mögu­leg­an eft­ir­mann hans. En Bernan­ke ákvað að halda áfram þar sem ástandið í efna­hags­líf­inu var enn erfitt.

Síðan þá hef­ur hún verið helsti bandamaður Bernan­kes og stutt þá stefnu að bank­inn ein­beiti sér fyrst og fremst að aðgerðum til að minnka at­vinnu­leysi frek­ar en mögu­legri hættu á verðbólgu.

„Að draga úr at­vinnu­leysi er mik­il­væg­asta málið,“ hef­ur Yell­en sagt.

Janet Yellen.
Janet Yell­en. AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP
Ben Bernanke, núverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernan­ke, nú­ver­andi seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK