„Seldi“ ríkið bankana of lágu verði?

Jónas Fr. Jónsson lögmaður og fyrrverandi forstjóri FME.
Jónas Fr. Jónsson lögmaður og fyrrverandi forstjóri FME. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Við frágang á efnahagsreikningum bankanna haustið 2009 var kröfuhöfum þeirra „seldur“ yfirgnæfandi hlutur í Íslandsbanka (95%) og Arion (87%). Bankarnir hafa hagnast verulega á þessum tíma og eigið fé þeirra styrkst að sama skapi – eða um 140 milljarða í tilviki Íslandsbanka og Arion. „Ávinningur kröfuhafa er því töluverður og spyrja má hvort ríkið hafi „selt“ á of lágu verði,“ skrifar Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri FME í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Þá má spyrja hvort tækifæri hafi glatast við gerð stofnefnahagsreikninga nýju bankanna til að viðurkenna slæma stöðu lántaka og afskrifa að fullu hluta af kröfum. Þannig hefði skuldavandi í kjölfar eigna- og skuldabólu og gengisfalls verið viðurkenndur og skuldaleiðrétting átt sér stað strax á árinu 2009. Á móti hefðu kröfur gömlu bankanna (kröfuhafa) á nýju bankana lækkað að sama skapi,“ skrifar Jónas.

Í greininni segir Jónas að ætla megi að yfir tvö hundruð manns hjá Fjármálaeftirliti, sérstökum saksóknara, rannsóknarnefnd Alþingis og skilanefndum/slitastjórnum hafi komið að athugunum og rannsóknum á starfsemi bankanna.

„Um 1.800 dögum síðar hefur verið ákært í sjö málum sem snúa að starfsemi bankanna þriggja fyrir hrun,“ skrifar Jónas.Ákærufjöldinn bendir til þess að sérstakur saksóknari vilji vanda vinnu sína, eins og vera ber hjá opinberum refsivörsluaðila, en afsannar einnig kenningar um fjölda augljósra glæpa.“

Áður óþekkt umfang

Í grein sinni lýsir hann einnig umfangi björgunar banka erlendis í kjölfar efnahagshrunsins. 

„Einungis ríkisstyrkir af áður óþekktu umfangi komu í veg fyrir fjöldagjaldþrot banka haustið 2008. Frá þeim tíma og til ársloka 2011 samþykkti ESB ríkisstyrki til fjármálakerfa 25 ríkja sambandsins af 30 að fjárhæð 4500 milljarða evra, eða 37% af landsframleiðslu ESB. Í október 2008 lagði bandaríska ríkið níu stærstu bönkum landsins til eigið fé upp á 125 milljarða dollara og samtals þáðu um 700 fjármálafyrirtæki þar í landi eiginfjárstuðning – þannig eignaðist bandaríska ríkið t.d. um 25% í Citigroup, einum stærsta banka heims.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK