Þremenningarnir Lars Peter Hansen, Eugene Fama og Robert Shiller hlutu Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir brautryðjandastarf sitt við að koma auga á leitni á eignamörkuðum. Í úrskurði dómnefndarinnar kom fram að rannsóknir þeirra væru mikilvægar til að skilja eignamarkaði betur. Kenningar þeirra horfa meðal annars til sveiflna á áhættu, viðhorfum til áhættu og hlutdrægni vegna hegðunar.
Fama og Hansen eru prófessorar við Chicago-háskólann, en Shiller er prófessor við Yale-háskólann. Á síðustu 10 árum hafa Bandaríkjamenn verið í miklum meirihluta verðlaunahafa í þessum flokki, en 17 af 20 þeirra sem hafa hlotið verðlaunin eru bandarískir.