Græddu 3 milljarða frá hruni

Helga Melkorka Óttarsdóttir framkvæmdastjóri LOGOS.
Helga Melkorka Óttarsdóttir framkvæmdastjóri LOGOS.

Lögmannsstofan Logos skilaði methagnaði á síðasta ári – 918 milljónum króna eftir skatt – og nemur hagnaður fyrirtækisins frá bankahruni yfir 3 milljörðum. Greiddi Logos um 600 milljónir í tekjuskatt á liðnu ári vegna góðrar afkomu stofunnar.

„Síðasta ár var mjög gott í sögulegu samhengi,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Logos, í fréttaskýringu um afkomu lögmannsstofanna í Morgunblaðinu í dag.

Sé horft til afkomu þeirra lögmannstofa sem koma á eftir Logos að stærð – Lex, Landslaga og BBA Legal – þá var heildarhagnaður þeirra aðeins um tveir þriðju af hagnaði Logos, eða ríflega 600 milljónir króna. Ljóst er því að Logos er í algjörum sérflokki í þessu samhengi, en verkefni fyrir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna hafa meðal annars vegið þungt í aukinni veltu lögmannsstofunnar á liðnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK