Standist sú túlkun að arður frá samlagshlutafélögum sem eru ósjálfstæðir skattaaðilar og söluhagnaður hlutabréfa sé að fullu skattskyldur þá yrði hagnaður slíkra félaga í reynd tvískattlagður.
Samkvæmt heimildum hefur embætti ríkisskattstjóra staðfest þetta álit sitt við ýmsa skattalögfræðinga. Fyrrnefnt félagaform hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár og er þekktasta félagið Framtakssjóður Íslands.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, ekki unnt að staðfesta þessa túlkun embættisins og að unnið sé að greinargerð um málið.