Vilja risagróðurhús í Grindavík

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hol­lenska fjár­fest­inga­fyr­ir­tækið Es­Bro var með op­inn kynn­ing­ar­fund í Grinda­vík í gær um fyr­ir­hugað há­tækni tóm­ata­gróður­hús vest­ur af Grinda­vík. Gróður­húsið er 15 hekt­ar­ar sem læt­ur nærri að vera 20 fót­bolta­vell­ir að stærð. „Er hér um risa fjár­fest­ingu að ræða eða nokkra millj­arða króna,“ seg­ir í frétt á vef Grinda­vík­ur­bæj­ar. Til stend­ur að fram­leiða tóm­ata til út­flutn­ings, aðallega til Bret­lands.

Ró­bert Ragn­ars­son bæj­ar­stjóri opnaði fund­inn og fór yfir stöðu skipu­lags­mála. Starf­sem­in er í sam­ræmi við aðal­skipu­lag Grinda­vík­ur­bæj­ar, en deili­skipu­lags­vinna er fyr­ir hönd­um. Hol­lend­ing­arn­ir hafa sótt um tæp­lega 28 hekt­ara lóð.

Fram kom í máli full­trúa Es­Bro In­vest­ment Group að fyr­ir­tækið er skráð í Hollandi og hef­ur áður komið á fót sam­bæri­leg­um verk­efn­um Þýskalandi og Úkraínu. Það sér­hæf­ir sig í fjár­fest­ingu í mat­vælaiðnaðinum og þá sér­stak­lega í gróður­hús­um.

Ástæða þess að fyr­ir­tækið lít­ur til Íslands er græn og ódýr orka, hér er starfs­fólk fyr­ir hendi en talið er að tóm­ata­gróður­húsið veiti um 125 manns at­vinnu. Lagði full­trúi Es­Bro áherslu á að um spenn­andi störf væri að ræða í há­tækni gróður­hús­um.

Grinda­vík varð fyr­ir val­inu þar sem sam­göng­ur eru góðar og gott aðgengi að orku, seg­ir í frétt bæj­ar­ins um málið.

Deili­skipu­lags­vinna fer bráðlega í gang og vilja Hol­lend­ing­arn­ir hefja fram­leiðslu næsta haust ef allt geng­ur upp. Í kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á um­hverf­isáhrif­um gróður­hús­anna kom fram að með þeirri bygg­ingu­tækni sem þeir ráða yfir muni þeim tak­ast að skerma 95 til 99% ljós­meng­un­ar og hún sé því óveru­leg. Þá verður ekki kveikt á ljós­um í gróður­hús­um all­an sól­ar­hring­inn því slökkt verður að meðaltali í 6 klukku­tíma á hverj­um sól­ar­hring. Gert er ráð fyr­ir að vatn sé end­ur­nýtt og því verði affall lítið sem ekk­ert frá gróður­hús­inu og það því sjálf­bært hvað það varðar.

Líf­leg­ar umræður voru að lokn­um er­ind­un­um. Fyrst og fremst var það ljós­meng­un sem fund­ar­gest­ir spurðu um sem og ná­lægð við golf­völl­inn. Hvatti full­trúi Es­Bro Grind­vík­inga að hafa sam­band við fyr­ir­tækið með fyr­ir­spurn­ir. Net­fangið er info@es­bro.org

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK