Mikill samdráttur varð á Austurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2011.
Mestur var hann á Austurlandi þar sem framleiðslan dróst saman um rúman fimmtung. Á þessum svæðum var hagvöxtur einnig mestur á þensluárunum fram til ársins 2007, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Byggðastofnun. Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá stofnuninni og einn skýrsluhöfunda, segir að Kárahnjúkavirkjun og smíði álvers í Reyðarfirði hafi verið meginástæða vaxtar og samdráttar á Austurlandi.