Margt bendir til þess að hagnaður verslunarfyrirtækisins Haga á öðrum ársfjórðungi verði sá mesti síðan félagið var skráð á markað í desembermánuði árið 2011.
Í afkomuspá IFS greiningar segir að félagið hafi gefið út jákvæða afkomuviðvörun undir lok seinasta mánaðar þar sem sagði að nettóhagnaður félagsins á fyrri helmingi rekstrarársins yrði ríflega 1,9 milljarðar króna.
Í fyrra nam hann rúmum 1,5 milljörðum króna. Hagnaður félagsins á fyrsta fjórðungi ársins nam 837 milljónum króna og því er það ljóst að félagið hefur náð langt í 1,1 milljarða króna hagnað á öðrum ársfjórðungi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.