JP Morgan greiðir milljarða í sektir

AFP

Bandaríski bankinn JP Morgan er sagður hafa náð sátt við dómsmálaráðuneytið um greiðslu 13 milljarða dala sektar vegna markaðsmisnotkunar með húsnæðisskuldabréf. Sáttin nær til nokkurra mála tengdra bankanum, m.a. máls þar sem JP Morgan er gefið að sök að hafa blekkt fasteignalánasjóðina Fanny Mae og Freddie Mac til að kaupa húsnæðislánasöfn sem voru mun verri en af var látið.

Engin fordæmi eru fyrir svo hárri sektarupphæð en hún nemur yfir 1.560 milljörðum íslenskra króna.

The Wall Street Journal segir að samkomulagið hafi náðst í gegnum síma. Ríkissaksóknarinn Eric Holder hafi átt samtal við helsta lögmann JP Morgan á föstudag. New York Times segir að forstjóri JP Morgan, Jamie Dimon, hafi einnig komið að gerð samkomulagsins.

Sektarupphæðin hefur enn ekki fengist staðfest en reynist hún rétt er hún sú hæsta sem bandarískt fyrirtæki hefur samið um við yfirvöld. Þá er hún töluvert hærri en sáttatilboð JP Morgan hljóðaði upp á.

Í frétt Wall Street Journal segir hins vegar að samkomulagið tryggi ekki málaferli gegn bankanum á síðari stigum, m.a. vegna meintra brota sem eru nú eru til rannsóknar undir stjórn dómstóls í Sacramento í Kaliforníu. Það mál gæti endað með ákærum á hendur einstaklingum. Það gæti haft í för með sér enn hærri sektargreiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK