Óráðsía þýðir aukin verðbólga og minni atvinna

mbl.is/Kristinn

Sýni hið op­in­bera ekki ráðdeild í op­in­ber­um fjár­mál­um á næstu miss­er­um, hvort sem 
litið er til út­gjalda eða mögu­legra skulda­lækk­ana eða skatta­breyt­inga, eða ef aðilar vinnu­markaðar­ins semja um hækk­un launa­kostnaðar sem sam­ræm­ist ekki verðbólgu­mark­miðinu við gerð kjara­samn­inga í haust munu áhrif­in verða auk­in verðbólga og minni at­vinna.

Þetta kem­ur fram í grein eft­ir þá Bjarna G. Ein­ars­son og Jós­ef Sig­urðsson er ber heitið „Ljón í vegi minnk­andi at­vinnu­leys­is“, en grein­in er birt í nýj­asta tölu­blaði Efna­hags­mála, sem Seðlabanki Íslands gef­ur út.

Bjarni og Jós­ef segja, að pen­inga­stefn­an verði að bregðast við of­an­greindu ástandi, sem vegna heldni í at­vinnu­leysi geti haft í för með sér að at­vinnu­leysi verður meira og þrálát­ara en ella. 

Niður­fell­ing á hús­næðis­skuld­um get­ur haft þenslu­auk­andi áhrif

Í grein­inni kem­ur jafn­framt fram, að niður­fell­ing á hús­næðis­skuld­um ein­stak­linga geti haft veru­leg þenslu­auk­andi áhrif. Það eigi jafnt við hvort sem um sé að ræða beina end­ur­greiðslu, sem skili sér beint í aukn­um ráðstöf­un­ar­tekj­um í dag, eða lækk­un höfuðstóls, sem leiði til auk­inna ráðstöf­un­ar­tekna í framtíðinni.

„Leiði slík­ar aðgerðir til auk­inn­ar verðbólgu yrði Seðlabank­inn að bregðast við með auknu aðhaldi, sem gæti leitt til hækk­un­ar jafn­vægisat­vinnu­leys­is,“ að því er fram kem­ur í grein­inni.

Mik­il­vægt að halda verðbólgu lít­illi og stöðugri

Í upp­hafi grein­ar­inn­ar benda þeir Bjarni og Jós­ef á, að þegar sam­drátt­ar­skeiðinu sé lokið og hag­vöxt­ur hafi tekið við sér, sé ekki óeðli­legt að spurt sé hver lík­leg þróun at­vinnu­leys­is verði á næstu miss­er­um, hvort það haldi áfram að minnka og ef svo er hversu hratt. Svarið velti m.a. á því hver áhrif krepp­unn­ar voru á jafn­vægisat­vinnu­leysi.

„Niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar­rit­gerðar höf­unda (How „natural“ is the natural rate? Unempl­oy­ment hyst­eres­is in Ice­land, Seðlabanki Íslands, Work­ing Paper nr. 64) benda til þess að jafn­vægisat­vinnu­leysi hafi auk­ist tölu­vert í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar og þrátt fyr­ir að það hafi minnkað nokkuð á ný er það enn nokkru meira en það var fyr­ir krepp­una,“ seg­ir í grein­inni.

„Niður­stöðurn­ar sýna einnig að jafn­vægisat­vinnu­leysi virðist hafa ein­kenni „heldni“, þ.e. breyt­ing­ar á eft­ir­spurn hafa ekki aðeins áhrif á at­vinnu­leysi held­ur einnig á jafn­væg­is­stöðu þess. Mik­il­vægi þess að halda verðbólgu lít­illi og stöðugri er því enn meira vegna þessa eig­in­leika at­vinnu­leys­is. Það er því mik­il­væg­ara en ella að stefn­an í rík­is­fjár­mál­um miði að því að koma í veg fyr­ir ofþenslu í þjóðarbú­skapn­um með til­heyr­andi verðbólgu og að aðilar vinnu­markaðar­ins semji ekki um,“ seg­ir enn­frem­ur.

Bjarni er hag­fræðing­ur við rann­sókn­ar- og spá­deild hag­fræði- og pen­inga­stefnusviðs Seðlabanka Íslands og aðjunkt við hag­fræðideild Há­skóla Íslands. Jós­ef er doktorsnemi við Stokk­hólms­háskóla. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK