Hannes snýr aftur úr sóttkví

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

„Hannes er búinn að vera í sex ár í sóttkví. Það þarf að nýta þá þekkingu sem strákurinn hefur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur verið ráðinn forstjóri sprotafyrirtækisins NextCode Health sem Íslensk erfðagreining hefur stofnað. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Fram kemur, að fyrirtækið sem Hannes stýri muni markaðssetja sjúkdómsgreiningu byggða á rannsóknum ÍE til lækna og sjúkrahúsa í Bandaríkjunum.

Þá segir, að bandarísku fjárfestingarsjóðirnir Polaris Partners og ARCH Venture Partners hafi lagt fyrirtækinu til 15 milljónir dala, jafnvirði tæpra 1,8 milljarða íslenskra króna. 

Loks er það rifjað upp, að Hannes hafi verið aðstoðarforstjóri ÍE á árunum 1996 til 2004 en varð forstjóri FL Group haustið 2005. Eftir umfangsmiklar fjárfestingar FL Group hafi hann skyndilega hætt sem forstjóri rétt fyrir jólin 2007. FL Group hafði þá farið illa út úr kaupum á stórum hlutum í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, Commerzbank og fjárfestingum í fleiri verkefnum. Lítið hefur heyrst af Hannesi síðan þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK