Stjórnendur trúa ekki að styrking krónu sé varanleg

mbl.is/Júlíus

Stjórnendur fyrirtækja trúa því að þegar krónan veikist sé veikingin varanleg en þegar krónan styrkist sé það einungis tímabundið.

Samt sem áður hefur krónan á síðustu þremur árum verið ein stöðugasta mynt í heimi samanborið við helstu viðskiptamyntir. Rekja má stöðugleikann til gjaldeyrishafta, segir Hafsteinn Hauksson, hagfræðingur á greiningardeild Arion banka.

Samkvæmt gögnum frá Seðlabanka Íslands brugðust stjórnendur fyrirtækja við um 30% gengisveikingu á fyrri hluta ársins 2008 með því að hækka vöruverð í um 60% tilvika. Aftur á móti þegar krónan styrktist á fyrri hluta ársins 2007 um 10% hafi þeir kosið að bregðast ekki við breytingunni í um 75% tilvika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK