Stjórnendur trúa ekki að styrking krónu sé varanleg

mbl.is/Júlíus

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækja trúa því að þegar krón­an veikist sé veik­ing­in var­an­leg en þegar krón­an styrk­ist sé það ein­ung­is tíma­bundið.

Samt sem áður hef­ur krón­an á síðustu þrem­ur árum verið ein stöðug­asta mynt í heimi sam­an­borið við helstu viðskipta­mynt­ir. Rekja má stöðug­leik­ann til gjald­eyr­is­hafta, seg­ir Haf­steinn Hauks­son, hag­fræðing­ur á grein­ing­ar­deild Ari­on banka.

Sam­kvæmt gögn­um frá Seðlabanka Íslands brugðust stjórn­end­ur fyr­ir­tækja við um 30% geng­is­veik­ingu á fyrri hluta árs­ins 2008 með því að hækka vöru­verð í um 60% til­vika. Aft­ur á móti þegar krón­an styrkt­ist á fyrri hluta árs­ins 2007 um 10% hafi þeir kosið að bregðast ekki við breyt­ing­unni í um 75% til­vika, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í viðskipta­blaði Mor­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK