Þrotabú Landsbanka Íslands er varið fyrir lögsóknum fjárfesta í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í dómi Evrópudómstólsins í Lúxemborg frá í morgun, en þar segir að lög á Íslandi loki á slík málaferli frá kröfuhöfum utan Íslands. Þetta kemur fram á fréttavef Bloomberg, en þar er rifjað upp að gjaldþrot bankanna þriggja sem hér hrundu hafi numið um 85 milljörðum Bandaríkjadala.
Dómstóllinn tók málið til skoðunar eftir að franskur dómstóll bað um álit á því hvort kröfuhafi í Frakklandi gæti farið í málsókn og sótt um að fá afhentar eignir Landsbankans erlendis til að koma til móts við tap hans í kjölfar falls bankans.