Annar markaður myndast með miða

Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson fagna marki Kolbeins.
Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson fagna marki Kolbeins. Eva Björk Ægisdóttir

Hagfræðingurinn Bjarni Már Gylfason telur að það sé vafasöm hagfræði hjá Knattspyrnusambandi Íslands að halda óbreyttu miðaverði á leik Íslands og Króatíu sem fram fer föstudaginn 15. nóvember næstkomandi. Annar markaður geti myndast með miða og umframhagnaðurinn lendir ekki hjá knattspyrnusambandinu.

Bjarni Már skrifar pistil um málið á viðskiptasíðu mbl.is. Hann segir að KSÍ hafi gefið út að miðaverð verði óbreytt frá því sem verið hefur en búast megi við að eftirspurn eftir miðum á leikinn við Króatíu verði mun meiri en á aðra leiki enda aldrei verið meira í húfi fyrir íslenska knattspyrnu.

„Rökin fyrir óbreyttu miðaverði eru auðvitað að gefa sem flestum tækifæri á að komast á leikinn og halda verðinu hóflegu. Þau eru skiljanleg en sum hagfræðileg lögmál eru hins vegar óhrekjanleg. Ef vara er seld langt undir markaðsverði myndast umframeftirspurn sem að jafnaði þrýstir verði upp. Ef seljandinn bregst ekki við með því að hækka verðið myndast annar markaður með vöruna þar sem verðið er hærra,“ segir Bjarni.

Hann bendir á að ef KSÍ myndi hækka alla miða um tvö þúsund krónur sé óhætt að gera ráð fyrir að það verði engu að síður uppselt, en það myndi þýða um 20 milljónir í aukatekjur fyrir KSÍ. „Að óbreyttu geta svona viðbótartekjur lent hjá þeim sem kunna að kaupa miða á undirverði hjá KSÍ og selja á markaðsverði sem óhjákvæmilega verður hærra vegna umframeftirspurnar.“

Bjarni Már Gylfason.
Bjarni Már Gylfason. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK