Annar markaður myndast með miða

Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson fagna marki Kolbeins.
Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson fagna marki Kolbeins. Eva Björk Ægisdóttir

Hag­fræðing­ur­inn Bjarni Már Gylfa­son tel­ur að það sé vafa­söm hag­fræði hjá Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands að halda óbreyttu miðaverði á leik Íslands og Króa­tíu sem fram fer föstu­dag­inn 15. nóv­em­ber næst­kom­andi. Ann­ar markaður geti mynd­ast með miða og um­fram­hagnaður­inn lend­ir ekki hjá knatt­spyrnu­sam­band­inu.

Bjarni Már skrif­ar pist­il um málið á viðskipt­asíðu mbl.is. Hann seg­ir að KSÍ hafi gefið út að miðaverð verði óbreytt frá því sem verið hef­ur en bú­ast megi við að eft­ir­spurn eft­ir miðum á leik­inn við Króa­tíu verði mun meiri en á aðra leiki enda aldrei verið meira í húfi fyr­ir ís­lenska knatt­spyrnu.

„Rök­in fyr­ir óbreyttu miðaverði eru auðvitað að gefa sem flest­um tæki­færi á að kom­ast á leik­inn og halda verðinu hóf­legu. Þau eru skilj­an­leg en sum hag­fræðileg lög­mál eru hins veg­ar óhrekj­an­leg. Ef vara er seld langt und­ir markaðsverði mynd­ast um­fram­eft­ir­spurn sem að jafnaði þrýst­ir verði upp. Ef selj­and­inn bregst ekki við með því að hækka verðið mynd­ast ann­ar markaður með vör­una þar sem verðið er hærra,“ seg­ir Bjarni.

Hann bend­ir á að ef KSÍ myndi hækka alla miða um tvö þúsund krón­ur sé óhætt að gera ráð fyr­ir að það verði engu að síður upp­selt, en það myndi þýða um 20 millj­ón­ir í auka­tekj­ur fyr­ir KSÍ. „Að óbreyttu geta svona viðbót­ar­tekj­ur lent hjá þeim sem kunna að kaupa miða á und­ir­verði hjá KSÍ og selja á markaðsverði sem óhjá­kvæmi­lega verður hærra vegna um­fram­eft­ir­spurn­ar.“

Bjarni Már Gylfason.
Bjarni Már Gylfa­son. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka