Hagvöxtur í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi mældist 0,8% sem er mest hagvöxtur þar í landi í þrjú ár. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja tölurnar sýna að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé að skila árangri.
Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var 0,7%. Þessar nýju tölur benda til að hægur en stöðugur vöxtur sé í efnahagslífi Bretlands. Hagvöxtinn má ekki síst þakka 2,5% aukningu í fjárfestingu.
George Osborne fjármálaráðherra segir að þessar tölur sýni að sú mikla vinna sem hafi verið í gangi sé að skila árangri og að landið sé leið til hagsældar.
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra, tekur undir þetta og segir greinilegt að staða efnahagsmála sé að batna.