Dregur ríkisábyrgð á ÍLS í efa

Vígdís Hauksdóttir segist draga í efa að ríkisábyrgð sé á …
Vígdís Hauksdóttir segist draga í efa að ríkisábyrgð sé á öllum skuldum ÍLS. mbl.is

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, dreg­ur í efa að rík­is­ábyrgð sé á öll­um skuld­um Íbúðarlána­sjóðs og hef­ur boðað fjár­málaráðherra, vel­ferðarráðherra og full­trúa Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á sinn fund. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg frétta­veit­unn­ar, en haft er eft­ir Vig­dísi að rík­is­sjóður hafi ekki efni á ta­prekstri sjóðsins og bend­ir á að enn sé of mik­il óvissa í rekstri hans.

Seg­ir Vig­dís í frétt­inni að hún telji ríkið aðeins vera ábyrgt fyr­ir 40 millj­örðum. Um af­gang­inn af skuld­um sjóðsins sé mik­il vafi. Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hef­ur sagt að sjóður­inn muni þurfa 11,5 millj­arða inn­spýt­ingu til að stand­ast lög­bundið lág­mark um eig­in­fjár­stöðu. 

Þá seg­ir Vig­dís að mik­il­vægt sé að bregðast við á rót­tæk­an hátt til að vinna á vanda­mál­um sjóðsins, þar sem sú staða sem uppi er í dag sé ekki ásætt­an­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK