Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, dregur í efa að ríkisábyrgð sé á öllum skuldum Íbúðarlánasjóðs og hefur boðað fjármálaráðherra, velferðarráðherra og fulltrúa Fjármálaeftirlitsins á sinn fund. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar, en haft er eftir Vigdísi að ríkissjóður hafi ekki efni á taprekstri sjóðsins og bendir á að enn sé of mikil óvissa í rekstri hans.
Segir Vigdís í fréttinni að hún telji ríkið aðeins vera ábyrgt fyrir 40 milljörðum. Um afganginn af skuldum sjóðsins sé mikil vafi. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur sagt að sjóðurinn muni þurfa 11,5 milljarða innspýtingu til að standast lögbundið lágmark um eiginfjárstöðu.
Þá segir Vigdís að mikilvægt sé að bregðast við á róttækan hátt til að vinna á vandamálum sjóðsins, þar sem sú staða sem uppi er í dag sé ekki ásættanlegt.