Auglýsingasala skýrir tap New York Times

The New York Times tapaði á þriðja ársfjórðungi, en ástæðan …
The New York Times tapaði á þriðja ársfjórðungi, en ástæðan er meðal annars samdráttur á auglýsingamarkaði. AFP

Bandaríska stórblaðið The New York Times tilkynnti í dag að tap hefði orðið á þriðja ársfjórðungi upp á 24,2 milljónir dala. Það nemur um 2,9 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður á sama tíma í fyrra var 2,7 milljónir dala. Blaðið segir að helsta ástæða niðurstöðunnar sé samdráttur á auglýsingamarkaði, bæði í blaðaútgáfunni og á netinu.

Fjöldi áskrifenda að blaðinu eru um 727 þúsund, en það er aukning um 28% frá sama tíma í fyrra. Sala auglýsinga í pappírsútgáfu blaðsins minnkaði um 1,6% milli ára og netauglýsingar um 3,4%.

Eftir að tilkynningin hafði verið birt í kauphöllinni vestanhafs hækkuðu bréf félagsins um 1,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK