Keyptu skyndibita fyrir um tvo milljarða

mbl.is/Eyþór Árnason

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í september jókst alls um 22,4% frá sama mánuði í fyrra og nam 6,5 milljörðum kr. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 89.000 kr. með greiðslukortum hér á landi í september sem er 8,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. 

Þetta kemur fram á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar.

 Stærsti einstaki útgjaldaliður erlendra ferðamanna er gistiþjónusta. Erlend kortavelta á gististöðum var um 1,6 milljarður í september og hækkaði um 26% frá sama mánuði í fyrra. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslunum var 1,4 milljarðar sem er 9% meiri velta en í september í fyrra.

 Eins og fram hefur komið í umræðu nær ferðamannastraumur yfir sífellt lengra tímabil ársins. Þess sjást greinileg merki því aukin velta er í öllum flokkum nema fataverslun og minjagripaverslun. Þannig var erlend kortavelta bílaleiga 39% meiri í september en í sama mánuði í fyrra. Fjórföldun  var í veltu gistirýmis utan hótela og 53% aukning á milli ára í skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun.

 Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum skyndibita fyrir rúmlega 1,8 milljarð kr. á síðasta ári. Þá er vitaskuld ekki talið með það sem greitt hefur verið með reiðufé. Ef það er talið með má ætla að útlendingar hafi neytt skyndibita hér á landi fyrir meira en tvo milljarða kr.  Heildarvelta erlendra greiðslukorta til veitingahúsa var 7,6 milljarður í fyrra og því lætur nærri að um fjórðungur af veitingahúsaveltunni hafi farið til skyndibitastaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK