Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lýst því yfir að Grikkland uppfylli ekki lengur skilyrði þess að geta talist þróað ríki. Fyrirtækið hefur því lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands í B- og hefur landið nú stöðu nýmarkaðsríkis að sögn S&P.
Greint er frá þessu á fréttavefnum Greek Reporter.