Ölgerðin á leið að ESB

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. Ómar Óskarsson

Ölgerðin hefur sett sér fjölda markmiða og bera verkefnin oft skammstafanir, eins og ESC, PBC og svo að lokum ESB. Sú síðastnefnda kemur Evrópusambandinu reyndar ekkert við, heldur er markmiðið að Egils verði stærst í bjór. Þetta sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar á hátíðarfundi fyrirtækisins í Þjóðleikhúsinu í dag. „Við náum því örugglega áður en Ísland gengur í Evrópusambandið,“ bætti hann við.

Andri ítrekaði á fundinum nokkur samfélagsleg markmið fyrirtækisins og sagði að það myndi t.d. vera leiðandi í jafnlaunastefnu, en Ölgerðin er eitt tíu fyrirtækja landsins sem eru með jafnlaunavottun VR.

Meðal gesta á fundinum er Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, en hún er ein valdamesta kona heims í dag. Velta PepsiCo er um 65 milljarðar dalir, eða sem nemur 7800 milljarðar íslenskra króna. Það er um fimmföld þjóðarframleiðsla Íslands og óskaði Andri eftir ráðum frá henni um hvernig best væri að reka Ísland.

Andri rifjaði einnig upp sögu Ölgerðarinnar og hvernig stofnandi hennar, Tómas Tómasson, hafi farið gegnum erfiða barnæsku, áður en hann stofnaði Ölgerðina 1913, þá einungis 25 ára. Sagði hann fyrstu suðurnar af Malti hafa verið 65 lítrar og var flöskunum lokað með að binda vír utan um tappann.

Andri var harðorður þegar kom að samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem væru á útflutningsmarkaði og sagði vaxtaumhverfi hér á landi gera alla fjárfestingu erfiða fyrir fyrirtækin. Þá sagði hann að nauðsynlegt væri að Ísland myndi taka upp aðra mynt en krónuna til að fyrirtæki gætu unnið í öruggu starfsumhverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka