Samdráttur eykst á Ítalíu

Samdráttarskeiðið á Ítalíu er það lengsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Samdráttarskeiðið á Ítalíu er það lengsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. GABRIEL BOUYS

Opinber hagvaxtarspá Ítalíu hefur versnað samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Er því nú spáð að samdráttur ársins verði 1,8%, en áður var áætlað að hann yrði 1,7%. Á næsta ári gerir hagstofa landsins þó ráð fyrir að viðsnúningur verði í þjóðhagsreikningnum og að samdrátturinn breytist í hagvöxt og verði 0,7%. Er það aðallega vegna aukinnar eftirspurnar bæði innanlands og erlendis. 

Hagstofan gerir þó ekki ráð fyrir að atvinnuleysi í landinu lagist strax og spáir því að það muni áfram aukast og vera 12,4% á næsta ári. Samdráttarskeiðið sem Ítalía er nú í er það lengsta sem landið hefur farið í gegnum síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK