Skuldsetning fyrirtækja í verslun sú minnsta í áratug

Á meðal þess sem ráðið hefur miklu um gríðarlega skuldsetningu …
Á meðal þess sem ráðið hefur miklu um gríðarlega skuldsetningu fyrirtækja í verslun og þjónustu er offjárfesting í verslunarhúsnæði. mbl.is/Sigurgeir S.

Þrátt fyrir að mörg verslunar- og þjónustufyrirtæki glími enn við rekstrarerfiðleika fimm árum eftir bankahrun þá hefur skuldsetning í atvinnugreininni ekki verið minni í meira en áratug.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni var EBITDA-rekstrahagnaður á móti skuldum hjá fyrirtækjum í verslun um 8 í árslok 2011. Það er nokkuð lægra skuldsetningarhlutfall en 2002 til 2005.

Þótt skuldir verslunar hafi lækkað umtalsvert á síðustu árum – úr 1.110 milljörðum árið 2008 í 380 í árslok 2011 – þá segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að fyrirtæki séu enn að bíta úr nálinni vegna offjárfestingar í verslunarhúsnæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK