Sprotafyrirtæki líkleg til að flytja úr landi

Í könnuninni var m.a. spurt um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni …
Í könnuninni var m.a. spurt um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni og stuðningsumhverfi nýsköpunar.

For­svar­menn sprota­fyr­ir­tækja líta frem­ur dökk­um aug­um á efna­hags­um­hverfið og þróun efna­hags­mála hér á landi, sam­kvæmt könn­un sem fram­kvæmd var af Capacent í sept­em­ber.

Tölu­verður hóp­ur for­svars­manna sprota­fyr­ir­tækja tel­ur jafn­framt lík­legt að fyr­ir­tækið muni flytja úr landi á næstu árum. Ljóst er að mörg fyr­ir­tæki þurfa á auknu rekstr­ar­fé að halda, en for­svars­menn telja aðgengi að því al­mennt frem­ur slæmt á Íslandi fyr­ir sprota­fyr­ir­tæki. Þrátt fyr­ir það eru flest­ir frem­ur bjart­sýn­ir á framtíð síns fyr­ir­tæk­is.

Könn­un­in var gerð meðal for­svars­manna 373 frum­kvöðla- og sprota­fyr­ir­tækja. Svar­hlut­fallið reynd­ist 42,4%. Í könn­un­inni var m.a. spurt um rekstr­ar­um­hverfi, aðgengi að fjár­magni og stuðnings­um­hverfi ný­sköp­un­ar.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar verða kynnt­ar á Ice­land Innovati­on UnCon­f­erence sem fer fram á Há­skóla­torgi þann 9. nóv­em­ber. Þar verður hægt að ræða um mögu­leg­ar or­sak­ir og lausn­ir á þeim vanda­mál­um sem koma fram í niður­stöðunum og einnig skoða tæki­fær­in sem í þeim fel­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK