Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í dag úr 0,5% í 0,25%. Fram kemur á fréttavefnum EUobserver.com að ákvörðunin hafi komið á óvart en sé rakin til áhyggja bankans af lækkandi verðbólgu sem sé langt frá verðbólgumarkmiði bankans.
Þannig hafi verðbólgan á evrusvæðinu verið 0,7% í október en verðbólgumarkmið seðlabankans er 2%. Fram kemur í frétt AFP að óttast sé að verðhjöðnun sé framundan á evrusvæðinu og markmið bankans sé því að reyna að ýta undir eftirspurn.