Frakkland veiki hlekkur evrusvæðisins

Lækkun matsfyrirtækisins Standard og Poor's á lánshæfiseinkunn Frakklands í dag er ekki aðeins áfall fyrir ríkisstjórn Francois Hollande, forseta landsins, heldur skapar hún óvissu um mögulegan viðsnúning evrusvæðisins sem þótti viðkvæmur fyrir. Einkunnin var lækkuð úr AA+ í AA.

Fram kemur í frétt AFP að lækkunin sé enn ein vísbendingin um þá djúpu efnahagslegu, pólitísku og stofnanalegu spennu sem til staðar er í Frakklandi sem er næststærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir Þýskalandi. Haft er eftir greinendum að Frakkland sé nú veiki hlekkurinn á evrusvæðinu þar sem erfiðlega gangi að koma efnahagsmálum landsins í betri farveg.

„Við sjáum ekki neina heildaráætlun um að endurskoða opinber útgjöld og stuðla þannig að mögulegum hagvexti,“ segir Jean-Michel Six, hagfræðingur hjá S&P, í samtali við AFP. Jafnvel þó slík áætlun væri fyrir hendi myndi hún að í besta falli skila mjög litlum hagvexti.

Fram kemur í greiningu S&P að miklar skuldir, háir skattar og atvinnuleysi drægju úr svigrúmi stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Brýnt væri að grípa til meiri umbóta í stjórnsýslunni og auka hagkvæmni hennar.

Francois Hollande forseti Frakklands.
Francois Hollande forseti Frakklands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK