Evran lifir ekki af án eins ríkis

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. mbl.is

Til lengri tíma litið getur evran ekki lifað af nema ríki Evrópusambandsins sammælist um að stofna eitt sameiginlegt ríki. Þetta er haft eftir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, í frétt AFP og vísað í viðtal sem birt er í dag í þýska vikublaðinu Welt am Sonntag.

„Ég get ekki ímyndað mér að sameiginleg efnahags- og peningastefna 17 ríkja með 17 mismunandi félagsleg kerfi geti gengið upp til lengri tíma,“ er haft eftir Greenspan þar sem hann vísar til ríkjanna sem mynda evrusvæðið. Eina leiðin til að bjarga evrunni sé að eitt ríki verði sett á laggirnar. „Evrusvæðið þarf fullan pólitískan samruna með þátttöku annað hvort allra ríkjanna eða kjarnaríkja. Það er eina leiðin til þess hindra það að svæðið liðist í sundur.“

Spurður hvort efnahagskrísa eins og sú sem skall á heimsbyggðinni árið 2008 gæti átt sér stað á ný svarar Greenspan: „Algerlega. Ekki spurning.“ Hann var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 1987-2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK