Vill aukna samkeppni í heilbrigðiskerfinu

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, vill auka samkeppni innan hins …
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, vill auka samkeppni innan hins opinbera. Ómar Óskarsson

„Sam­keppni er ein grunn­for­senda þess að hægt sé að halda uppi nor­rænu vel­ferðar­kerfi,“ seg­ir Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, í sam­tali við mbl.is. „Sam­keppni skap­ar aga í rekstri, leiðir til nýrra hug­mynda, ný­sköp­un­ar og tækninýj­unga og stuðlar að lægra verði, betri þjón­ustu og auk­inni hag­sæld.“ Íslend­ing­ar eigi í aukn­um mæli að leita leiða til þess að auka sam­keppni inn­an hins op­in­bera.

Páll Gunn­ar hélt er­indi á ráðstefnu Rík­is­kaupa í liðinni viku þar sem hann fjallaði meðal ann­ars um tæki­færi til að inn­leiða sam­keppni hjá hinu op­in­bera til þess að hagræða í rekstri, efla gæði og auka fram­leiðslu.

„Það er því miður þannig hér á landi að marg­ir halda að sam­keppni sé hvati sem henti fyrst og fremst í einka­rekstri. Að op­in­ber þjón­usta lúti öðrum lög­mál­um. En það er ekk­ert fjær sanni,“ seg­ir Páll Gunn­ar. „Lög­mál op­in­bers rekstr­ar eru í eðli sínu ekk­ert öðru­vísi en lög­mál einka­rekstr­ar. Það þarf einnig áskor­an­ir í op­in­ber­um rekstri, val og sam­an­b­urð. Keppni margra aðila verður til þess að laða fram betri lausn­ir og hag­væm­ari rekst­ur.“

For­dæmi Svía

Hann seg­ir að auðvitað sé mis­mun­andi þægi­legt að koma sam­keppni við hjá hinu op­in­bera. Það sé til dæm­is ekki hægt að reka tvö sam­keppnis­eft­ir­lit með sömu verk­efni í sam­keppni hvort við annað. „Sam­keppnis­eft­ir­litið leys­ir það meðal ann­ars með því að bera sig sam­an við önn­ur eft­ir­lit í ná­granna­lönd­um og kepp­ir þannig að því að vera betri á til­tekn­um sviðum en þau,“ út­skýr­ir hann. „Það er hins veg­ar hægt að koma sam­keppni fyr­ir með auðveld­um hætti í mik­il­væg­um þátt­um hins op­in­bera, svo sem mennta- og heil­brigðismál­um.“ Þar hafi Sví­ar, svo eitt dæmi sé tekið, gengið á und­an með góðu for­dæmi.

„Sví­ar hafa komið upp því sem þeir kalla val­kerfi sem snýst um það að gefa einka­fyr­ir­tækj­um og frjáls­um fé­laga­sam­tök­um tæki­færi til kom­ast inn á markaði op­in­berr­ar þjón­ustu og keppa við þær op­in­beru stofn­an­ir sem fyr­ir eru. Sam­keppn­in snýst um gæði en ekki verðlagn­ingu, því að verðið er fyr­ir­fram ákveðið af hinu op­in­bera og fylg­ir þeim sem þarf þjón­ust­una þangað sem hann leit­ar henn­ar,“ seg­ir hann.

Aug­ljós ávinn­ing­ur

Hér sé því ekki á nokk­urn hátt verið að mis­muna þeim sem þiggja þjón­ustu eft­ir efna­hag þeirra eða stöðu. Ávinn­ing­ur­inn sé aft­ur á móti sá að hinar op­in­beru stofn­an­ir verði að standa sig bet­ur, bæði í rekstri og þjón­ustu. „Þetta hef­ur haft þau áhrif í Svíþjóð að nýt­ing á lækn­um og heilsu­gæslu er orðin miklu betri en áður. Gæði þjón­ust­unn­ar jókst veru­lega á sama tíma og kostnaður hélst niðri,“ bend­ir hann á.

 „Það er eng­in ástæða til að ætla að við get­um ekki nýtt sam­keppni hér á landi, til dæm­is á sviði heil­brigðisþjón­ustu.“ Hann seg­ir okk­ur standa frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um. Þjóðir heims­ins séu að eld­ast og færri og færri standi und­ir fram­leiðni hag­kerf­is­ins á meðan fleiri þurfi á heil­brigðisþjón­ustu að halda.

„Ekk­ert spenn­andi“

„Hér á landi brenn­ur heil­brigðisþjón­usta mjög á sam­fé­lag­inu. Áhyggj­ur okk­ar bein­ast bæði að kostnaði og gæðum. Það er at­hygl­is­vert að hugsa til þess að við höf­um farið allt aðra leið en Sví­ar. Við fór­um í það að sam­eina stofn­an­ir sem gekk svo langt að hér er í raun bara einn vinnu­veit­andi, Land­spít­al­inn, og keppi­naut­ar hans eru þúsund­ir kíló­metra í burtu. Af­leiðing­in er sú að hér er lít­ill hvati til að standa sig bet­ur en kepp­inatur­inn, lít­ill hvati til nýj­unga og kostnaður­inn er áfram óviðráðan­leg­ur,“ seg­ir hann. Og lækn­arn­ir heyk­ist á því að koma heim úr námi. „Það er bara einn vinnu­veit­andi og eitt kaup - ekk­ert spenn­andi.“

Hann seg­ir að ef ein­hver vogi sér að tala um sam­keppn­is­rekst­ur í heil­brigðisþjón­ustu sé sá hinn sami sakaður um að vilja hverfa frá hinu nor­ræna vel­ferðar­kerfi. „Það er auðvitað út­úr­snún­ing­ur. Á vett­vangi Norður­land­anna er samstaða um það, og það ligg­ur í raun í aug­um uppi, að ein grunn­for­senda þess að hægt sé að halda uppi nor­rænu vel­ferðar­kerfi er ein­mitt sam­keppni. Sam­keppni er ein­fald­lega mik­il­vægt tæki til þess að viðhalda vel­ferðar­kerf­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK