Ábyrgjast fjórfalt hærra verð á rafmagni

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Morgunblaðið/Styrmir Kári

Nýlega gáfu stjórnvöld á Bretlandi út verð sem þau eru tilbúin að ábyrgjast fyrir ákveðna orkuframleiðslu og sölu til Bretlands í formi endurnýjanlegrar orku. Þetta er meðal annars gert til að tryggja orkuöryggi í landinu til næstu áratuga. Þetta er um fjórfalt hærra verð en verðlistaverð Landsvirkjunar er í dag og fimmfalt hærra verð en meðalverð til viðskiptavina er í dag.

Í dag er raforkuverð í Bretlandi um 80 dollarar á megavattsstund (MWst), en með þessum nýju lögum ætlar stjórnin að ábyrgjast kaup á vatnsaflsorku fyrir 150 dollara og á vindorku allt upp í 215 dollara. Landsvirkjun er á sama tíma að bjóða fyrirtækjum sem koma hingað til lands og ætla að nýta orkuna í iðnaði að kaupa hverja MWst á 43 dollara. Þá er meðalverð til viðskiptavina aðeins um 27,5 dollarar. 

Á haustfundi Landsvirkjunar sagði Hörður Árnason, forstjóri fyrirtækisins, frá þessu og benti á að þetta væru mun hærri tölur en Hagfræðistofnun notaði þegar reiknað var út margmilljarða hag af því að leggja sæstreng og selja orkuna til Bretlands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK